Ég er ekki viss um þessa stundina að við þjóðin fáum að
kjósa um ESB aðild a.m.k. ekki bindandi kosningu. Írska ríkisstjórnin sem sætti
sig ekki við NEI við inngöngu lét kjósa, eftir mikinn áróður, aftur til að ná Jáinu
sem stjórnina (ekki þjóðina) þyrsti svo í, allir vita hvernig fór, sama gæti auðveldlega gerst hér eða bara segja "kosningin er ekki bindandi fyrir Alþingi"
og er því marklaus.
Íslenskum stjórnmálamönnum er ekkert heilagt þeir neituðu að
gefa þjóðinni kost á að kjósa um inngöngu í Nató um árið og eins þegar EES samningnum var troðið upp á okkur án umræðu
að heitið geti, því var haldið fram að samningurinn væri svo flókin að
venjulegt fólk skildi hann ekki og honum troðið gegnum þingið.
Það eru að poppa upp miklir lagabálkar enn þann dag í dag
sem sagðir eru í EES samningnum en hafi aldrei verið teknir yfir en nú verðum
við að gera það annars vill ESB ekkert við okkur tala. Þannig halda þessi
landráðaöfl sem stjórna landinu okkar að smá ýta okkur inn í þetta Evrópusamband
sem þjóðin vill ekki vera í, alls ekki. Muna skulum við að fljótlega verður farið að tala um þessa IPA mútur sem algöra nauðsyn fyrir okkur og svo verður sagt, ef þið (fíflin ykkar) kjósið ekki rétt þá munum við þurfa að borga múturnar til baka og það engar smá, munum þetta!!!!! Athugum það að eftir næstu kosningar gætu stjórnarflokkarnir með stuðningi smáflokkana sem nú verða til, komist til valda og munu þá segja eins og nú "við verðum að klára þetta ESB mál og kjósa síðan um niðurstöðuna", hafa menn heyrt þenna áður??
Það er jafnvel farið að læðast að mér æ oftar að kjósa íhaldið eða framsókn og vona að þeir flokkar komist að eftir næstu kosningar og stöðvi þetta ferli í eitt skipti fyrir öll. Öðruvísi mér áður brá, íhaldið og framsókn voru alls ekki í myndinni þvert á móti en það þíðir ekki að berja hausnum við steininn það verður stundum að gera það sem þarf til að mál fari á þann veg sem maður vill og trúir að sé best fyrir þjóðina, en mér býður við að gera þetta en nauðsyn brýtur lög.....
Það er jafnvel farið að læðast að mér æ oftar að kjósa íhaldið eða framsókn og vona að þeir flokkar komist að eftir næstu kosningar og stöðvi þetta ferli í eitt skipti fyrir öll. Öðruvísi mér áður brá, íhaldið og framsókn voru alls ekki í myndinni þvert á móti en það þíðir ekki að berja hausnum við steininn það verður stundum að gera það sem þarf til að mál fari á þann veg sem maður vill og trúir að sé best fyrir þjóðina, en mér býður við að gera þetta en nauðsyn brýtur lög.....