20 ágúst 2012

Sumarfríum að ljúka, en ekki ESB kjaftæðinu.

Flestir eru nú að skreiðast úr sumarfríum sínum þessa dagana en Alþingismenn verða eitthvað áfram í fríi sem er bara gott en málþófið byrjar jafnharðan og þingmennirnir mæta til "vinnu" ef sá eðjuslagur sem stundaður er á Alþingi getur talist vinna. Það er ótrúleg lítilsvirðing sem þetta fólk sýnir þjóðinni sem greiðir því laun og ætlast til að hún (þjóðin) beri virðingu fyrir þessu háttarlagi.

Öll höfum við sem komin eru eitthvað frameftir æfinni séð ýmislegt frá þessu fólki sem við kusum og treystum til að standa við það sem sagt var fyrir kosningar. Það hefur bara versnað ár frá ári, ekkert er orðið að marka það sem sagt er og er ömurlegt að sjá þetta fólk reyna að snúa út úr eigin kosningaloforðum. Í þessu sambandi má nefna að flestir þingmenn VG sögðu fyrir og strax eftir síðustu kosningar að þeir teldu íslandi betur borgið utan ESB enn innan.

Þegar þau svo fóru í að mynda stjórn með krötum köstuðu þau þessari sannfæringu sinni fyrir róða og fóru að tala um að þjóðin ætti að fá að kjósa um tilvonandi ESB-samning og þá spyr maður hvar bað um það? Ekki var það þjóðin. Þetta er búið að kosta almenning (skattgreiðendur) milljarða króna og engin endi virðist á þeim ósköpum. Nú rétt fyrir kosningar rjúka menn upp til handa og fóta og segja að best sé að hætta við þetta allt eða fresta þessum viðræðum fram á næsta kjörtímabil, var þetta það sem VG lofaði fyrir síðustu kosningar að þjóðin ætti að standa í viðræðum við ESB næstu tvö kjörtímabil með ærnum tilkostnaði? Nei, hættið þessum viðræðum strax, hættið þeim endanlega núna.

Fiskveiðifrumvarp (kvótafrumvarpið) VG er alveg óskiljanlegt og alger svik við kjósendur flokksins það stóð til að innkalla kvótann og úthluta honum aftur en þá fyrir sanngjarna greiðslu eða leigu (Fyrning/innköllun)  og virtist þetta sjónamið vera uppi, einnig hjá krötum já og öllum þorra landsmanna. En aldrei var talað um 40 ára úthlutun til núverandi kvótahafa fyrir kosningar, ekki minnst á slíkt. Það er óhugnanlegt hve lítið frambjóðendur til þings okkar leggja uppúr því að standa við það sem þau segja fyrir kosningar og er í stefnuskrám flokka þeirra, þeir gefa algera skít í kjósendur með þessu framferði, ömurlegt er svo að horfa upp á þetta fólk snúa út úr öllu sem það sjálft sagði við okkur lýðinn sem kaus það, minnir á Forsetann sem sagðist ætla að snúa sér til annara starfa, það heyrðu allir hann segja þetta í áramótaávarpinu sínu, hann talaði skýrt en honum tókst samt að snúa svo rækilega út úr þessum orðum að þau þýddu að að hann ætlaði að halda áfram í embætti í fjögur ár???