Ég ætla samt ekki að kenna íhaldinu og framsókn um að þetta fór þannig að við fáum ekki að kjósa, það er Jóhönnu forsætisráðherra og Steingrími J. að kenna þau auluðust ekki til að koma fram með þetta frumvarp fyrr en of seint og það vissu þau bæði mæta vel en meiningin var nefnilega aldrei að koma þessu máli í gegn heldur nota íhaldið sem blóraböggul í málinu, þau vissu að þeir myndu ekki klikka. Málið er að engin á þingi nema kannski þessir þrír í hreyfingunni vildi raunverulega leyfa okkur sauðsvörtum almúganum að hafa eitthvað um þetta að segja.
Það verður einnig með kvótafrumvarpið, því verður viljandi klúðrað og látið líta þannig út að íhaldið og framsóknarhækjan þeirra muni „eyðileggja“ þetta með málþófi og það munu þeir gera ef einhver möguleiki er á því. Möguleikinn skapast vísvitandi vegna þess hve seint þetta kemur fram og það er ekki tilviljun, nei aldeilis ekki.
Því miður verður þetta einnig með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem lofað var vegna ESB samningsins við hana verður hætt og trúað gæti ég því að nú þegar væri búið að plana hvernig hægt er að komast framhjá því loforði, þau kunna öll trixin þarna á Alþingi, við sáum sýnishorn af því í gær.