30 mars 2012

Þjóðin fær ekki að kjósa.

Þessir kjánar á hinu háa Alþingi treysta ekki þjóðinni til að hafa skoðun á stjórnarskránni sem þjóðfélagið starfar eftir, að minnstakosti þurfum við ræflarnir að fara eftir því sem þar stendur og eigum að vera varðir af henni ef lýðurinn á Alþingi brýtur á okkur, en við megum ekki hafa neitt að segja um hana. Það var vitað fyrir löngu að íhaldið og framsóknarhækjurnar þeirra á þingi vilja alls ekki breyta neinu í þessu grundvallarplaggi okkar það gæti nefnilega orðið til þess að til dæmis fiskurinn í sjónum verði eign okkar landsmanna en ekki þeirra útvöldu sem íhaldið og náttúrulega framsóknarviðrinin afhentu auðlindina okkar til ævarandi eignar. Þessum kjánum er ekki viðbjargandi og kvelur mann mikið að horfa upp á þennan kjánalýð þegar hann birtist á skjánum manns í fréttatímum.

Ég ætla samt ekki að kenna íhaldinu og framsókn um að þetta fór þannig að við fáum ekki að kjósa, það er Jóhönnu forsætisráðherra og Steingrími J. að kenna þau auluðust ekki til að koma fram með þetta frumvarp fyrr en of seint og það vissu þau bæði mæta vel en meiningin var nefnilega aldrei að koma þessu máli í gegn heldur nota íhaldið sem blóraböggul í málinu, þau vissu að þeir myndu ekki klikka. Málið er að engin á þingi nema kannski þessir þrír í hreyfingunni vildi raunverulega leyfa okkur sauðsvörtum almúganum að hafa eitthvað um þetta að segja.
Það verður einnig með kvótafrumvarpið, því verður viljandi klúðrað og látið líta þannig út að íhaldið og framsóknarhækjan þeirra muni „eyðileggja“ þetta með málþófi og það munu þeir gera ef einhver möguleiki er á því. Möguleikinn skapast vísvitandi vegna þess hve seint þetta kemur fram og það er ekki tilviljun, nei aldeilis ekki.

Því miður verður þetta einnig með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem lofað var vegna ESB samningsins við hana verður hætt og trúað gæti ég því að nú þegar væri búið að plana hvernig hægt er að komast framhjá því loforði, þau kunna öll trixin þarna á Alþingi, við sáum sýnishorn af því í gær.

29 mars 2012

Miklir veraldar aumingar þessir alþingismenn.


Forsætisráðherrann skökk í pontu á alþingi og hundskammaði Jón Bjarnason fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra fyrir að hann hafi slugsað við samningu nýs fiskveiðifrumvarps „kvótafrumvarps“ í tvö ár og þess vegna kæmi það svo seint fram að hæpið er að náist að afgreiða það á þessu kjörtímabili.  Það er náttúrulega mjög ámælisvert og ráðherranum til skammar enda var hann látinn fara. Þeim mun einkennilegra er að stjórnarskrártillaga stjórnlagaráðs skuli ekki heldur ná að klárast eins og lofað var vegna aumingjaskapar forsætisráðherrans sem hafði með það mál að gera og getur ekki skammað neinn nema sjálfan sig en gerir það af sjálfsögðu ekki heldur kennir stjórnarandstöðunni um, því líkir veraldar aumingjar eru þessir hálfvitar sem kosnir voru á þing. 

þeim er ómögulegt að gera nokkurn skapaðan hlut rétt. Ég er satt að segja búinn að fá nóg af þessum fávitagangi sem þessir bjánar viðhafa á fullu kaupi, þetta er nákvæmlega eins og maður sé að horfa á farsa í leikhúsi en ekki störf vitiborinna manna og kvenna sem þjóðin kaus á þing til að starfa að vexti og viðgangi þjóðfélagsins og stýra okkur út úr þeim skerjagarði sem síðasta ríkisstjórn sigldi þjóðfélaginu inn í og strandaði. Það er algerlega óásættanlegt hvernig þetta vitfirrta þing heldur á málum fyrir umbjóðendur sína. Það er keppst við að eyðileggja allt sem til betri vegar horfir með málþófi og brotthlaupi þingmanna til að ekki sé hægt að vinna þau verk sem vinna þarf. Maður á bara ekki til eitt einasta orð yfir þetta rugl, misbeitingu valds og ofbeldi sem þarna viðgengst svo maður tali nú ekki um lítilsvirðinguna sem þetta lágkúrulega hyski sýnir hvert öðru á vinnustað sínum. Um leið er þetta lið að sýna okkur sem borgum þeim laun, fingurinn og ættum við að reyna að muna það þó ekki væri nema í eitt ár.