Það er nánast eða alveg óskiljanlegt að menn skuli en vera
að tala um evru sem gjaldmiðil á Íslandi, fylgjast menn ekkert með þróuninni í
Evrópu? Við værum algerlega gjaldþrota ef við hefðum verið með evru í hruninu,
það hljóta allir hugsandi menn að sjá, Það er eins og menn átti sig ekki á að
ef við hefðum verið með evru hefðum við þurft að bjarga öllum bönkunum hér á
landi eins og verið er að reyna úti í Evrópu núna og mun ekki ganga að mínu mati
margir þeirra munu fara á hausinn með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í
þeim löndum þar sem það gerist því ekki
geta ríkisstjórnir þeirra landa tryggt innistæður á reikningum eins og hér var
gert, innistæður á Íslandi voru að stærstum hluta í íslenskum krónum og allt
hagkerfið líka þess vegna gat ríkið hér prentað krónur til að við gætum áfram
átt okkar innistæður (sem ég átti engar) og eytt þeim í mat og aðrar
nauðþurftir þó svo við þyrftum að fá hjálp til að kaupa erlendar nauðsynjar og
vörur sem hækkuðu svo í verði, þá gekk kerfið, við fengum útborgað og ríkið fór ekki á
hausinn eins og allt stefnir í hjá mörgum löndum Evrópu einmitt þar sem evran
er við líði. Ég er ekki búinn að sjá Þjóðverja taka því þegjandi að borga alla
óráðsíu evrópubúa einir og sér eins og allt stefnir í að verði að vera ef
bjarga á evrunni, því engin önnur þjóð á þá fjármuni sem til þarf nema þá
frakkar sem eru miklu tregari til að borga neyslu annara.
Og svona "til sidst" Af síðum Visis.is
"Danir spara sér þúsundir milljarða á að vera utan evrunnar
Danskir hagfræðingar hafa reiknað það út að Danir hafi sparað sér þúsundir milljarða króna með því að halda sig fyrir utan evruna.
Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar segir að ef Danir hefðu verið með evruna sem mynt undanfarin 12 ár hefði það þegar kostað þjóðarbú þeirra 338 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 7.000 milljarða króna.
Christian Björnskov lektor í hagfræði við viðskiptaháskólann í Árósum segir að það hafi verið snjall leikur hjá Dönum að taka ekki upp evruna í upphafi og síðan enn snjallara að forðast hana eftir það.
Í fyrrgreindi upphæð er m.a. að finna 87 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að borga inn í ESM, hinn sérstaka björgunarsjóð evrusvæðisins og 156 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að ábyrgjast í Evrópska seðlabankanum fari svo að eitt af evrulöndunum verður gjaldþrota.
Björnskov segir að engin önnur lönd en evrulöndin geti borgað reikninginn vegna vandamálanna á evrusvæðinu og Danir sleppi við þann bagga með því að hafa haldið í krónuna sína."
Og svona "til sidst" Af síðum Visis.is
"Danir spara sér þúsundir milljarða á að vera utan evrunnar
Danskir hagfræðingar hafa reiknað það út að Danir hafi sparað sér þúsundir milljarða króna með því að halda sig fyrir utan evruna.
Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar segir að ef Danir hefðu verið með evruna sem mynt undanfarin 12 ár hefði það þegar kostað þjóðarbú þeirra 338 milljarða danskra króna eða sem svarar til rúmlega 7.000 milljarða króna.
Christian Björnskov lektor í hagfræði við viðskiptaháskólann í Árósum segir að það hafi verið snjall leikur hjá Dönum að taka ekki upp evruna í upphafi og síðan enn snjallara að forðast hana eftir það.
Í fyrrgreindi upphæð er m.a. að finna 87 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að borga inn í ESM, hinn sérstaka björgunarsjóð evrusvæðisins og 156 milljarða danskra króna sem Danir hefðu þurft að ábyrgjast í Evrópska seðlabankanum fari svo að eitt af evrulöndunum verður gjaldþrota.
Björnskov segir að engin önnur lönd en evrulöndin geti borgað reikninginn vegna vandamálanna á evrusvæðinu og Danir sleppi við þann bagga með því að hafa haldið í krónuna sína."