04 október 2005

Detti mér nú allar dauðat lýs úr höfði.

Ég var að tala við mann (52 ára) í dag sem er “innvígður og innmúraður” sjálfstæðismaður eins og einn maður getur verið, hann hafur smalað í kosningum fyrir flokkinn og mætt á fundi hjá honum og alltaf leitað til flokksins ef eitthvað hefur bjátað á, en nú segir þessi vinur minn “þetta kommúnistaþjóðfélag” er alveg vonlaust. Af hverju sagði hann þetta, jú það var vegna þess að fyrir fáum vikum fékk hann alvarlegt tilfelli kransæðastíflu og er óvinnufær (reykti í 40 ár og drakk eins og svampur í 20 ár). Hann segir að maður eins og hann sem hafi unnið allt sitt líf hörðum höndum og skuldar skítnar 12 milljónir getur ekki lifað af bótunum sem hann fær í dag ef ekki kæmi til tímabundin greiðsla úr sjúkrasjóði VR, sem þíðir að hann verður að fara að vinna um leið of slöngurnar eru af tengdar honum .
Þegar hingað var komið í sögu, “duttu mér allar dauðar lýs úr höfði” , það get ég svarið, hann þessi “íhaldskurfur” farinn að tala um kommúnistaþjóðfélag þá er fokið í flest skjól og best að koma sér úr landi, eða hvað, ég fór að hugsa ætli hann kjósi nú ekki sinn gamla flokk eins og í síðustu ótal kosningum þegar upp er staðið því þannig erum við vitgrannt fólk hér á landi, en bölvum öllu sem gert er, en við getum haft áhrif þó ég viti ekki hvernig, í þjóðfélagi sem er stýrt af fólki sem samþykkir allt sem forsætisráðherra segir, svona er lífið:-(

Engin ummæli: