02 október 2005

"Torfæruhjólafóbía"

Nú er ein helgin enn að líða án stór áfalla. Vikan var óvenju róleg og afslöppuð sem gæti þýtt lognið á undan storminum. Ég var þó að skrifast á við einn blaðamann Moggans vegna greinar um landspjöll sem framin voru í dal einum á suðurnesjum, þar hélt blaðamaðurinn því fram að þar hefðu verið “torfæruhjól” að verki og má það vel vera, en mér sýndist á myndinni sem fylgdi greininni að um bílför væri að ræða sem svo þessir hjólamenn hefðu verið að keyra í, en hann hélt sig við hjólin. En athugasemd mín var ekki varðand hvaða faratæki hefði skemmt náttúruna heldur hvernig menn setja fram greinar um gróðurskemmdir. Ef á myndinni sem fylgdi greininni hefðu verið hestamenn á fákum sínum rekandi kindur á undan sér hefði staðið undir myndinni “Hestamenn á ferð í Íslenskri náttúru” og ekki orð um skemmdir, en staðreyndin er hinsvegar sú að skemmdir á náttúrunni af völdum hesta og kinda er mestar gegn um tíðina, síðar koma bílar og gera slóða um allt land til að komast á áfangastað, en stóru skemmdirnar eru af völdu stórvirkra vinnuvéla sem menn hafa notað við virkjanaframkvæmdir og línulagningar. Skemmdir vegna torfæruhjóla eru örugglega einhverjar, en mjög smávægilegar miðað við það sem á undan er talið en umræðan snýst um að hjól skemmi svo mikið að banna þurfi þau og það strax og við því hafa heimskir ráðherrar (frú umhverfisráðherra) orðið við því án þess að kynna sér um hvað málið snýst.
Ég keyrði um Mosfellsheiðina á fjórhjólinu mínu í sumar hvers og kruss og alltaf á vegslóðum sem eru þarna um allt eftir bíla og vinnuvélar, þarna eru a.m.k. tveir gamlir Þinvallavegir, fjórir eða fimm línuvegir með alskinns útúrdúrum og svo eru slóðar eftir smalabílana (veiðmenn kannski líka), hestaslóði frá því á 15. öld a.m.k. og þannig mætti áfram telja, en ég sá hvergi slóða eftir þessi margumræddu “torfæruhjól” en sá för eftir slík hjól á slóðunum sem fyrir eru og finns það hljóti að vera í lagi eða hvað?
Slóði eftir bíl eða vinnuvél er tvö hjólför hlið við hlið, eftir hesta, kindur og hjól eitt far sem hlykkjast um landsvæðið og er mis breiður slóði, milli steina og þúfna, þetta vita reyndar allir nema ráðherrar. Síðast nefndu slóðana fann ég bara einn sem greinilega var hestavegur og mikið notaður og liggur þvert yfir heiðina frá Hafravatni yfir í Skálafellsháls hjá Bugðu, en þeir kunna að vera fleiri. Logi

Engin ummæli: