26 október 2011

Evra í stað krónu???

Menn klifa á því að ekkert nema evra geti bjargað okkur frá verðtryggingu og ýmsum öðrum hremmingum, þetta virkar einkennilega á mig. Ég hélt að vandamálin við verðtrygginguna væri mikil verðbólga og þar með háar verðbætur á lánin okkar, hvernig breytir Evran því?? Verðbólgan reiknast frá hækkun ýmissa vörutegunda og þjónustu, sem oftast stafa af vondri efnahagsstjórn. Ef við lögum efnahagsstjórnina við það að taka upp Evru, af hverju getum við þá ekki gert það strax? Því um leið og efnahagsstjórnin kemst í lag hverfur verðbólgan og þar með verðtryggingin, hún verður óþörf.

Mér finnst of mikið í lagt að ganga í heilt Evrópu samband með öllu sem það hefur í för með sér, aðeins til að laga efnahagsstjórnina sem við verðum að gera hvort sem er til að komast inn í ESB og þar með hverfur verðbólgan. Nei væri ekki auðveldara fyrir þessa smáþjóð að laga bara sín mál og vera áfram frjáls og óháð skipunum frá miðstýrðu ríkjasambandi sem hefur allt aðrar forsendur en þessir eyjaskeggjar norður við heimskautsbaug. Þessar þjóðir stofnuðu þetta bandalag til að minka hættuna á stríði sín í milli og til að vernda viðskipti sín í milli, hétu upphaflega "Stálsambandið" og voru þá að verja hagsmuni sína í stáliðnaði en í dag er þetta fyrst og fremst friðarbandalag gömlu nýlenduþjóðanna og eigum við ekkert erindi þangað inn, nýsloppin undan einu þessara ríkja og ekki vil ég undir Dani aftur.

Við munum sjá eftir því um ókomin ár ef við gerum þá fásinnu að ganga í þetta bandalag, því ekki er auðvelt að komast út aftur því þá höfum við engan EES-samning, hann hverfur þegar inn er komið og verðum útilokuð frá viðskiptum við þetta veldi sem er aldeilis ekki góðgerðarsamband, það er á hreinu og gömlu nýlendukúgaranir kunna sitt fag, munu hóta öllu illu ef við stöndum ekki og sitjum eins og þau vilja. Munum eftir hryðjuverkalögunum sem Bretar settu á okkur ekki eitt einasta ríki Evrópu gerði athugasemd við það, þögðu þunnu hljóði flest en sum fögnuðu aðgerðum bresku skepnanna og hlakkaði í þeim, hugsið ykkur það, heilt heimsveldi réðst á okkur fyrir það sem þeir sjálfir gerðu, heimila útibú glæpabanka í landinu.     

12 október 2011

Furðuleg sýn á stöðuna!

Það er ólíkindum hvernig umræðan fer fram bæði í fjölmiðlum og á blogginu, menn keppast við að gaspra niður fólkið sem fer með landsstjórina núna. Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að það voru þeir sem nú hafa sig mest í frami í stjórnarandstöðunni sem settu okkur á hausinn. 

Ég er ekki að mæra núverandi ríkisstjórn þó svo ég minni á hverjir gáfu allar okkar eignir til vildarvina sinna, meira að segja tæmdi þáverandi seðlabankastjóri þann banka líka, gaf hreinlega hverja einustu krónu (400-500 milljarða í svokölluð "ástarbréf") sem var í gjaldeyrisvarasjóði til útrásarþjófana og var talað um að þeir sæjust með stórar ferðatöskur í Leifsstöð á leiðinni til Tortóla eða hvað það nú var. Allavega hurfu allir peningar þessarar þjóðar það er ljóst og mér finnst ekki rétt að kenna þessu fólki sem nú ráfar um í rústunum og reynir björgun, að hafa gefið glæpalýð peningana okkar það voru aðrir í því. 

Það má kannski kenna núverandi stjórn um að hafa látið AGS teyma sig út í vitleysu í niðurskurði og þjónkun við peningastofnanir og auðmenn. Við sem lifum í þessu landi ennþá eða neyðumst til að búa hér vegna elli eða annara slíkra þátta, báðum ekki um að allar skuldir vegna þessara svokölluðu endurreisnar yrðu greiddar upp á þeim stutta tíma sem nú er meiningin að gera og því haldi fram að AGS hafi sett sem skilyrði. Allt bull um að þetta verði að gera vegna þess hve vaxtakostnaðurinn er mikill er fásinna, flestir sem eru að gera eitthvað til framtíðar semja um langtímalán, en setja ekki allar tekjurnar sínar í að greiða lánið niður á skömmum tíma og svelta fjölskylduna á meðan, það gengur ekki.