Menn klifa á því að ekkert nema evra geti bjargað okkur frá verðtryggingu og ýmsum öðrum hremmingum, þetta virkar einkennilega á mig. Ég hélt að vandamálin við verðtrygginguna væri mikil verðbólga og þar með háar verðbætur á lánin okkar, hvernig breytir Evran því?? Verðbólgan reiknast frá hækkun ýmissa vörutegunda og þjónustu, sem oftast stafa af vondri efnahagsstjórn. Ef við lögum efnahagsstjórnina við það að taka upp Evru, af hverju getum við þá ekki gert það strax? Því um leið og efnahagsstjórnin kemst í lag hverfur verðbólgan og þar með verðtryggingin, hún verður óþörf.
Mér finnst of mikið í lagt að ganga í heilt Evrópu samband með öllu sem það hefur í för með sér, aðeins til að laga efnahagsstjórnina sem við verðum að gera hvort sem er til að komast inn í ESB og þar með hverfur verðbólgan. Nei væri ekki auðveldara fyrir þessa smáþjóð að laga bara sín mál og vera áfram frjáls og óháð skipunum frá miðstýrðu ríkjasambandi sem hefur allt aðrar forsendur en þessir eyjaskeggjar norður við heimskautsbaug. Þessar þjóðir stofnuðu þetta bandalag til að minka hættuna á stríði sín í milli og til að vernda viðskipti sín í milli, hétu upphaflega "Stálsambandið" og voru þá að verja hagsmuni sína í stáliðnaði en í dag er þetta fyrst og fremst friðarbandalag gömlu nýlenduþjóðanna og eigum við ekkert erindi þangað inn, nýsloppin undan einu þessara ríkja og ekki vil ég undir Dani aftur.
Við munum sjá eftir því um ókomin ár ef við gerum þá fásinnu að ganga í þetta bandalag, því ekki er auðvelt að komast út aftur því þá höfum við engan EES-samning, hann hverfur þegar inn er komið og verðum útilokuð frá viðskiptum við þetta veldi sem er aldeilis ekki góðgerðarsamband, það er á hreinu og gömlu nýlendukúgaranir kunna sitt fag, munu hóta öllu illu ef við stöndum ekki og sitjum eins og þau vilja. Munum eftir hryðjuverkalögunum sem Bretar settu á okkur ekki eitt einasta ríki Evrópu gerði athugasemd við það, þögðu þunnu hljóði flest en sum fögnuðu aðgerðum bresku skepnanna og hlakkaði í þeim, hugsið ykkur það, heilt heimsveldi réðst á okkur fyrir það sem þeir sjálfir gerðu, heimila útibú glæpabanka í landinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli