12 október 2011

Furðuleg sýn á stöðuna!

Það er ólíkindum hvernig umræðan fer fram bæði í fjölmiðlum og á blogginu, menn keppast við að gaspra niður fólkið sem fer með landsstjórina núna. Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að það voru þeir sem nú hafa sig mest í frami í stjórnarandstöðunni sem settu okkur á hausinn. 

Ég er ekki að mæra núverandi ríkisstjórn þó svo ég minni á hverjir gáfu allar okkar eignir til vildarvina sinna, meira að segja tæmdi þáverandi seðlabankastjóri þann banka líka, gaf hreinlega hverja einustu krónu (400-500 milljarða í svokölluð "ástarbréf") sem var í gjaldeyrisvarasjóði til útrásarþjófana og var talað um að þeir sæjust með stórar ferðatöskur í Leifsstöð á leiðinni til Tortóla eða hvað það nú var. Allavega hurfu allir peningar þessarar þjóðar það er ljóst og mér finnst ekki rétt að kenna þessu fólki sem nú ráfar um í rústunum og reynir björgun, að hafa gefið glæpalýð peningana okkar það voru aðrir í því. 

Það má kannski kenna núverandi stjórn um að hafa látið AGS teyma sig út í vitleysu í niðurskurði og þjónkun við peningastofnanir og auðmenn. Við sem lifum í þessu landi ennþá eða neyðumst til að búa hér vegna elli eða annara slíkra þátta, báðum ekki um að allar skuldir vegna þessara svokölluðu endurreisnar yrðu greiddar upp á þeim stutta tíma sem nú er meiningin að gera og því haldi fram að AGS hafi sett sem skilyrði. Allt bull um að þetta verði að gera vegna þess hve vaxtakostnaðurinn er mikill er fásinna, flestir sem eru að gera eitthvað til framtíðar semja um langtímalán, en setja ekki allar tekjurnar sínar í að greiða lánið niður á skömmum tíma og svelta fjölskylduna á meðan, það gengur ekki.

Engin ummæli: