Og það er heldur ekki hlægilegt en maðurinn var með þessum ummælum að sanna, hygg ég, að ekki væri matareitrun í gangi í löndum ESB og okkur væri alveg óhætt að borða mat frá þeim löndum, þetta er hlægilegt og um leið ótrúleg óskammfeilni hjá manni sem er eða var framalega í verkalýðshreyfingunni og ætti að nota betri rök fyrir til dæmis inngöngunni í ESB, en þetta gefur smá sýnishorn af ofstopanaum sem tröllríður þessari umræðu, kannske hafa rökin fyrir launahækkunum verið svipaðar og sér þá hver maður að ekki er von á góðu.
Það sem maðurinn hefur sennilega verið að reyna að sanna er að ekki sé nauðsynlegt að framleiða matvörur á íslandi eins og sumir telja, heldur flytja þær bara inn því þær séu alveg öruggar frá ESB löndunum og lausar við sýkingar, óþarfi að basla við að framleiða þær hér á landi. En reyna að telja okkur trú um að hópur sem þú gengur framhjá í Leifsstöð tilkynni þér hve margir dóu úr matareitrun í túrnum eða dóu ekki, sé sönnun þess að matur sé öruggur í öllum ESB löndum er fáránlegt.
Matvæli á Íslandi eru ekki 100% örugg hvað varðar matareitrun enda oftast, en ekki alltaf, um krossmengun af mannavöldum að ræða sem getur gerst allstaðar þar sem menn vinna við matvæli. Hins vegar er rétt að halda því til haga að ef menn eru að tala um landbúnaðarvöruframleiðsluna á búunum sjálfum þá er það marg reynt að sýkingar eru oftar greindar á stórum búum og í evróplöndunum eru mörg gríðarlega stór bú. Við sem störfum við þessa framleiðslu hér á landi vitum þetta, en lítið þýðir að tala um það þar sem rök eins og hér fyrir ofan koma á færibandi og kaffæra alla eðlilega umræðu um þessi mál. Allir geta "googlað" allt um matareitranir ef þeir kæra sig um, td. hér eða hér
Sumir halda því fram að evrópusambandið greiði ekki niður landbúnaðarvörur eins og gert er hér á landi, það er alrangt það heitir bara öðru nafni "beinn markaðsstuðningur" ekki "niðurgreiðsla". Evrópusambandið styrkir landbúnaðarframleiðsluna sína gríðarlega, einnig sjávarútveginn sinn og dreifbýlið ( rural development) þetta geta menn skoðað á vef sambandsins til dæmis hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli