Jæja ekki er ofsögum sagt að órólegheit séu í stjórnarsamstarfinu, tómar uppákomur. Nú hefur Nubo verið hafnað en eins og kunnugt er þá vildi hann fá undanþágu til að kaupa Grímsstaði á fjöllum og varð það niðurstaða Ögmundar, háttvirts Innanríkisráðherra að hafna beiðni þessa prúða ljóðskálds sem bara brosti og gaf af sér mikinn þokka. Það var að minstakosti álit Samfylkingarfólks en mér fannst nú kveða við annan tón eftir höfnun, þá gaf þessi hugprúði ljóðamaður út yfirlýsingu í kínverskum blöðum sem líktust meira því sem við mátti búast af meðlimi kommúnista flokksins kínverska, vondu vesturlöndin að kúga vinnandi alþýðuna í Kína...
Mér fannst tvennt mjög undarlegt í öllu þessu máli, í fyrstalagi gauragangur sumra alþingismanna út af þessu máli. Möllerinn, Árni Páll og maðurinn með fálkanafnið fóru á kostum í hallærislegum hótunum fávitaskap sem sýndi rétt einu sinna að á hinu háa Alþingi eru ekki allir gáfnaperur, nei ekki aldeilis. "Ég ætla að íhuga stöðu mína" sagði ein peran. Þeir heimtuðu að Ömmi færi ekki að lögum a.m.k. myndi fara á svig við lögin og leyfa kínastjórn að kaupa 3% af landinu okkar. Ég segi kínastjórn því það hvarflar ekki að mér að Nubo þessi sé auðmaður eða fjárfestir hann er bara réttur og sléttur starfsmaður kínastjórnar, hverjum dettur í hug að til séu "auðmenn" í alþýðulýðveldinu Kína þar sem allt er í eigu ríkis og alþýðu. Auðmenn sem ekki eru á vegum stjórnarinnar væru umsvifalaust fangelsaðir fyrir þjófnað, það er minn skilningur eftir að hafa lesið Moggann í 50 ár, í Kína er enginn ríkari en annar, það er bannað punktur.
Svo er það kvótakerfið okkar, nú er Jón sjávarútvegs búinn að kasta fram frumvarpsdrögum um breytingar á þessu bölvuðu kvótakerfi sem Jóhanna forsætis segir að verði aldrei sent þinginu sem stjórnarfrumvarp. Það er svosem ekkert skrítið ef ég hef skilið þessi drög rétt eru þau eins langt frá upphaflegu kosningaloforðum stjórnarflokkana og hægt er, nánast framlenging af því kerfi sem nú er við líði en ef ég man rétt þá var firningarleiðin það sem lofað var sem þíddi að innkalla átti allar heimildir og úthluta þeim aftur þannig að gjald yrði greitt fyrir nýtingaréttinn. En Jón Bjarna "gaf" makrílkvótann þannig að ekki er hægt að komast lengra frá upphaflegri ætlun ríkisstjórnarinnar um að þjóðin fengi eðlilegt gjald fyrir nýtingarréttinn, þar með missti þjóðin um 5 milljarða á yfirstandandi fiskveiðiári beint ofaní vasa útgerðarmanna og munar um minna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli