Það er ekki skrítið þó þessi þjóð okkar lendi í hremmingum
eins og bankahruni þegar henni er stjórnað af öðrum eins gáfnaperum og birtust
okkur á sjónvarpsskjám landsmanna í gær eftir uppkvaðningar dóms í landsdómsmálinu svokallaða gegn Geirs Haarde . Þar gaf að líta ofalin
ríkisstarfsmann sem aldrei hefur gert neitt nema sjúga spenann alla sína æfi.
Hann hreytti út úr sér svívirðingum í allar áttir og bar dómstólnum á brýn að
hafa látið pólitík ráða dómsniðurstöðunni og þar langa mig að vera honum
sammála ef svo hefur verið en á öðrum forsendum en hann. Hafi pólitík komið inn
í þennan dóm kom hún frá Geir og hans liði því hann var næstum sýknaður af öllu
því sem þjóðin veit að hann gerði en sakfelldur fyrir eitt atriði sem verður að
teljast góð niðurstaða fyrir hann, að mínu mati hafa stórkostlegar árásir
snatthundanna hans Geirs á saksóknarann, dómaranna og þingmannanefndina sem gaf út ákærurnar hafi stórskaðað málið allt, enda tilgangurinn sá eini að
hafa áhrif á dómarana og dóminn í heild sinni. Flokkurinn hans Geirs hefur klíkað mörgum dómurum úr sínum röðum inn í
dómakerfið á undanförnum áratugum og hljómar nánast sprenghlægilega að tala um
að einhverjir aðrir hafi „laumað
pólitík“ inn í réttinn bakdyramegin, það hafa þeir sjálfir gert.
Það var líka sprenghlægilegt að sjá Geir koma leiðandi
konuna sína hönd í hönd og á eftir fylgdu öll börnin 5 og tengdabörnin fylktu
liði gott ef ekki barnabörnin líka, það skildi þó aldrei hafa verið „Show“ sem hann sakar aðra um að viðhafa
í þessu máli. Mér varð allavega hálf bumbult að horfa uppá þetta, konuna hanns og alla elítuna úr
flokknum kyssa og klappa Geir eftir að þessi „fáránlegi og sprenghlægilegi“ dómur var kveðin
upp og gott ef sumir felldu ekki (gleði) tár í þokkabót.
Máli
sínu til stuðnings lúsleitaði hann svo að einhverju á Steingrím J. Og fann loks
mál frá 1990 þar sem Steingrímur átti að hafa selt jarðarskika í Ölfussinu án
þess að hafa leyfi til þess en þetta var ríkisjörðin Kirkjuferjuhjáleiga,
Sjálfstæðismenn eins og hann sagði, björguðu honum út úr vanræðunum, samþykktu
leyfi til sölunnar eftir á og fannst honum að þetta „góðverk“ þeirra dæmi um að
þeir hjálpuðu samstarfsmönnum sínum gagnstætt því sem Steingrímur og hans fólk
gerðu, þau kærðu samstarfsmenn sína fyrir smá yfirsjónir eins og bankahrun og
ICE-save . Nú spyr ég, var það löglegt að „hjálpa“ Steingrími út úr klúðrinu
eftirá, ég tel það borðliggjandi að þeir hafi bætt einu lögbroti ofan á annað
og óskiljanlegt af hverju hann var að rifja þessa lögleysu upp og spurning
hvort það sé of seint að kæra þá kumpána fyrir þetta athæfi og kannski senda
það til mannréttindadómstólsins til meðferðar þar sem þeir hafa greinilega
brotið jafnræðisregluna með þessu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli