Kratar héldu ráðstefnu
í fyrradag (13.4.) að Bifröst í Borgarfirði, þar á að ræða nýtt landslag í landbúnaði og
nýjar áskoranir. Þar er einn mesti, ja hvað skal segja, „landbúnaðarsérfræðingur“
landsins hagfræðiprófessorinn sem talar nánast ekki um neitt nema landbúnað og hversu
hrikalega óhagkvæmur hann sé, þó svo hann tilheyri óhagkvæmasta
háskólasamfélagi heims (minnstakosti 5 háskólar í 300.000 manna samfélagi) og
þetta er auðvitað allt greitt af okkur skattgreiðendum eins og vera ber en við
höfum bara ekkert um það að segja hve margir og óhagkvæmir háskólar eru reknir
í landinu. Það er ekki meiningin að deila á háskólana enda hef ég ekkert vit á
þörfinni frekar en prófessorinn á landbúnaði. Prófessorinn segir að það verði
að hætta þessari smábýlarómantík og stækka búin til muna til að ná fram hagkvæmni.
Ég hef unnið í kjúklingageiranum í um 35 ár og þekki það allvel
til og þar er þessu alveg öfugt farið, stóru búin hafa í áratugi verið rekin
með tapi og gjaldþrotum endalaust lent í eigu bankana hvað eftir annað og það
löngu fyrir hrun. Við sem smærri erum höfum mátt keppa endalaust við fyrirtæki
sem bankarnir hafa afskrifað skuldir af og endurfjármagnað mörgum sinnum og
rekið árum saman sjálfir. Þessi háttur hefur veðið hafður á í svínaræktinni
líka, gjaldþrot þeirra stóru aftur og aftur a.m.k. flestra stóru búanna. Þetta
form hefur líka þekkst í eggjaræktinni þó í minna mæli sé.
Ég get ekki ímyndað mér að það verði öðruvísi í kúa og
sauðfjárrækt verði þar örfá stór og stórskuldug bú. Mér finnst að prófessorinn ætti
að kynna sér skuldastöðu stórubúanna í kjúklinga, svína og eggjaræktinni áður
en hann fullyrðir að það muni koma „hefðbundnu“ búgreinunum til góða að stækka
búin.Einnig mætti hann kynna sér hve oft þau hafa farið á hausinn og verið
endurreist. Það hefur verið mjög líkt mynstur í ESB löndunum, stóru búin hafa
farið umvörpum á hausinn og verið endurreist og farið aftur á hausinn þetta er
alþekkt í þessum búgreinum í Evrópu allri en smærri búin hafa staðið sig betur.
Það er engin hagkvæmni í stórum búum það kennir reynslan
okkur, aðalatriðið er hvernig búin standa hvað varðar fjármögnum þ.e. að þau
skuldi ekki meira en þau fái risið undir en það hefur ekki verið mikið spáð í það
hingað til bara keyrt á því að allt stórt sé gott, svona eins og var alsiða á
græðgisárunum 2003-2007 og allir eða flestir vita hvernig það fór. Ég fullyrði og get staðið við það að ef stórubúin ná inn fyrir kostnaði hjá sér þá stór græða smærri búin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli