02 apríl 2012

Ögmundur sagði "við ákváðum að sækja um ESB"

Ögmundur sagði í Silfri Egils, "víð ákváðum að sækja um ESB" hver eru þessi "við" ekki voru það kjósendur VG það er á hreinu. VG lofaði fyrir kosningar að aldrei myndi verða sótt um ESB á þeirra vakt en strax eftir kosningar ver það svikið og og þessir "við" ákváðu að sækja um inngöngu í samfélag nýlenduþjóða Evrópu án nokkurs kinnroða gagnvart kjósendum flokksins sem alls ekki vildu sækja um aðlögun í þetta deyjandi skrímsli sem engin núverandi ESB þjóð myndi sækja um inngöngu í ef hún væri nú fyrir utan, það hefur margoft komið fram þegar fólk í löndunum er spurt.

Til dæmis myndu Finnar aldrei sækja um inngöngu núna ef þeir væru fyrir utan, þeir voru plataðir inn með loforðum um mikinn stuðning eftir að þeir lentu í kröggum um 1990 en reyndust svo of rík þjóð til að fá stuðning en hafa þess í stað greitt háar fjárhæðir til ófreskjunnar sem dregið hefur úr öllum vexti þar í landi, þetta sama mun bíða okkar ef af inngöngu verður.

Það er grátlegt að heyra Ögmund segja að svifta eigi þá sem svindla á fiskveiðilöggjöfinni veiði heimildum en Steigrímur J. segir að það sé ómögulegt að koma því fyrir í frumvarpi hans, það hið sama frumvarp og allt of seint er fram komið sem er gert til að það nái ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og hægt sé að kenna íhaldinu um sem þeim þykir ekki leiðinlegt  ef ég þekki þá eiginhagsmunasinna rétt. En ljóst er að ekki verður neitt af breytiungum á þessu kerfi á næstunni, hagsmunir kjördæmapotarnana eru allt of miklir til að þjóðin fái einhverntímann sinn skerf. 

Engin ummæli: