04 apríl 2012

Samherji hótar með útlensku dótturfélagi!

Það verður að vera hægt að svifta félög eins og Samherja veiðiheimildum og færa þær annað þegar þessir hrokagikkir hóta heilu byggðunum hefnd fyrir að einhver stofnun í þjóðfélaginu ákveður að ransaka eitthvað sem þeim þykir athugavert í rekstri félagsins. Það hljóta að vera einhverjir sem vilja veiða fiskinn sem þessum frekjuhundum var úthlutað ókeypis og leggja hann upp á Dalvík og víða. Fyrst Samherji gegnum þetta þýska félag vill hætta viðskiptum við Ísland er rétt að setja úthlutun á fiskveiðiheimildum til þeirra á hóld meðan á rannsókn stendur, á sama hátt og með sömu rökum. Samherja forstjórinn er að segja á móðurmáli þýska félagsins "Ich bin der bissige Hund" en Alþingismaðurinn Mörður segir "Samherji über alles"

Engin ummæli: