Komið haust Esjan er orðin hvít niður í miðjar hlíðar og veðurstöðin mín segir að hitinn úti sé 3,5 ºC og vindhraðinn 8 m/sek klukkan 6:45 í morgun, en vindkælingin -1,0 ºC. Eftir þessa upplifun ákvað ég að vera heima og vorkenna mér vegna stokkbólginar hásinar á hægri fæti sem er að drepa mig stundum, reyndar er þessi sin búinn að vera meira og minna bólgin í svona tvö ár þannig að það er ekkert nýtt en stundum nennir maður ekki að skakklappast í vinnunni enda á verktakasamningi og eina vonda við að vera heima einn dag er að maður fær ekkert borgað fyrir það.
Nú eru blikur á lofti í efnahagsmálum okkar, allir sérfræðingar landsins keppast nú við að segja okkur að nú sé allt að fara til helvítis verðbólgan komin í mikið stuð og er farin að nálgast gömul gildi og virkar eins og gamlir timburmenn séu að taka sig upp. Í sjónvarpinu sátu fyrir svörum spikfeitir peningana verðir og kenndu hver öðrum um hvernig komið væri. Það er svo skrýtið að ég vélstjórinn vissi þetta fyrir löngu, því nú segja þessir, fábjánar vil segja, að lang stærsti hluti verðbólgunnar sé gengdarlaus lán til húsnæðiskaupa sem þeir segja nú að hafi farið úr böndunum og aldrei hefði átt að lána svo hátt hlutfann kaupverðs (100%) eins og gert var og nú sé of seinnt í rassinn gripið þegar allt er komið í buxurnar. Ég segi aumingja fólkið sem tók þessi lán. Þegar bankarnir kippa að sér hendinn og lækka lánshlutfallið í 70 til 80% eða jafnvel 60% eins og heyrst hefur, þá getur enginn selt og faseignaverð lækkar fljótt.
Það er eitt sem ég skil ekki og það er hvað þessir djöfulsins fávitar eru lengi að sjá hluti gerast, allir sem ég þekki eru búnir að sjá þetta fyrir löngu, það er eins og þeir lifi ekki í sama þjóðfélagi og við hin (við heimskingjarnir), það eina sem ég veit um peningamál er að peningar verða ekki til úr engu, það hef ég reynt á sjálfum mér, en þessi fífl halda að peningar verði til með því einu að skrifa tölu á blað, þetta fólk er með margra ára háskólagöngu á launum sem skipta milljónum á mánuði, nú segja vanvitar seðlabankans að skuldir íslendinga erlendis hafi stór aukist og séu komar á hættu stig, hvaðan héldu þessir apar að peningarnir kæmu?? það verða heldur ekki til peningar við það eitt að skuldbreyta lánum fólks, greiða upp gömul íbúðarlán með nýjum, hafi fólk haldið það, kemst það að því gagnstæða núna þegar verðbólgan stefnir í 6,5% , þá eru “hagstæðu” skuldbreytingalánin orðin að stóru vandamáli, vextir og verðbætur að skríða í 11% svo missir fólk líka vinnunna þegar allar húsbyggingarnar hætta um leið og lánshlutfallið dettur niður í eitthvað eðlilegt eða svona 70%. logi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli