Það er von mín að þeir sem hugsanlega lesa þetta blogg skaðist ekki við lesturinn, þetta eru bara mínar pælingar. Ég hef aldrei tengst stjórnmálaflokki og skrifa bara út frá mínum forsendum!!!
10 september 2005
Komin helgi og ég en að vesinast í gullstykkjunum mínum úti í bílskúr. Núna hillir undir að ég komi vélunum eða bílnum inn í skúrinn, ásamt fjórhjólinu að sjálfsögðu, það verður að geymast inni. Ég var að setja hillur og einandra loftið í gullasafninu og það get ég þó viðurkennt að ég var þreyttur þegar ég kom inn eftir 8 tíma messu þarna úti. Já ég setti líka árekstrarvörn á kaldavatnsholuna mína, því það munaði ekki miklu þegar snjóaði síðast hér fyrir um þremur árum minnir mig, að ég keyrði næstum yfir/á hana vegna þess að lokið á henni stendur aðeins 20 cm upp úr jörðinni og var snjóað í kaf, en rafmagns tengingar ofl. fyrir dæluna eru í lokinu sem er úr áli og myndi ekki standast 6 tonna Bobcat ef honum yrði ekið á holutoppinn. Í árekstrarvörn notaði ég rándýrt burnrör sem ég keypti hjá Loftorku ásamt steyptu loki samtals 450 kg, síðan setti ég töluveraðan jarðveg að rörinu (sem er 60ø x 100h), þetta vona ég að sjáist betur í snjónum næst þegar hann kemur ef hann kemur. Það er nú svo komið að maður hefur ekki meira úthald en þetta eftir vinnuvikunna, maður er þreyttur. En ekki má gleyma því að ég prófaði rauðvínið mitt, tók með mér eitt glas inn til að drekka með fiskbollunum hannar Helgu minnar, reyndust bæði bollurnar og vínið í góðu lagi, það er ekki svo lítið mál. Logi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það sem þú lærir er verðugt verk
vonandi villtu meira
Þráin í lærdóm er helvíti sterk
verð að læra fleira
Aðeins endurbætt, með stuðlum og höfuðstöfum, held ég!!
Það sem þú lærir er verðugt verk
vonandi geturðu meira
Þráin í lærdóm er þónokkuð sterk
ég þarf að læra fleira
og svo fyrri parturinn
Bússi litli gleymdi sér
í sumarfríinu sínu.
Það er eins og vera ber
ég þarf að senda honum línu.
Skrifa ummæli