01 september 2005

Lítið getur maður sagt þegar maður stendur frami fyrir fellibyl í líkingu við Katrínu, þetta er hrikalegur veðrahamur sem engin orð fá lýst allt er ónýtt og hús fjúka eins og bréfsnifsi og tætast í sundur. Maður var búinn að reyna að gera sér í hugalund hvernig þetta gætir orðið en aldrei bjóst maður við neinu í líkingu við það sem nú hefur gerst vestur í Bandaríkjunum þ.e. í suður ríkjunum, í New Orleans og þar um slóðir. Það sem hryggir mann er að þetta voldugasta ríki veraldar skuli vera jafn svifaseint og raun ber vitni þegar svona skelfingar ganga yfir (eins og sagt var að Sovétríkin sálugu hafi verið), það tók um 48 tíma að koma bréfum á rétta staði með beiðni um aðstoð hersins við að geravið flóðavarnagerða sem voru að bresta, en loksins þegar skriffinnskunni lauk var það um seinan, garðarnir voru brostnir.
Forsetinn var í fríi og tók það hann nokkra stund að ákveða hvert hann skildi hætta í frí og sinna hjálparbeiðnum eða halda áfram í fríi, í sjónvarpinu sagði mjög þreyttur bandarískur fréttamaður “hann gerir eitthvað ef hann má vera að því” Nú berast fregnir af því að matar og vatnsskortur sé farin að segja mikið til sín hjá fórnarlömbum flóðanna eða öllu heldur hvirfilbilsins. Búss ætlar að gera eitthvað en segir að uppbyggingin taki jafnvel áratugi, sem bendir til þess að ekki eigi að “spandera” of miklu á þessa “negra” sem búa á þessum svæðum, en þessi svæði eru aðallega setin þeldökku fólki sem eru ekki innundir hjá félögum í The Rifle Association sem margir vinir og flokksbræður Búss eru meðlimir í, svo ég minnist nú ekki á skuggalegri samtök eins og bókstafstrúarfégagið sem Búss er í samkvæmt fréttum, þar sem hatast er út í Araba og fólk annara trúarbragða, sérstaklega múslima. Ég held að best væri að segja ekki neitt og brosa bara og láta sem ekkert sé, þannig kemst maður á auðveldan hátt gegnum lífið og skapar sér ekki óvild neins, en ég er ekki þannig.
logi

Engin ummæli: