Það er von mín að þeir sem hugsanlega lesa þetta blogg skaðist ekki við lesturinn, þetta eru bara mínar pælingar. Ég hef aldrei tengst stjórnmálaflokki og skrifa bara út frá mínum forsendum!!!
25 september 2005
Þá snýr nýr flötur teningsins í STÓRA Baugsmálinu upp og það ískrar í fjölmiðlum af ánæju og gleði yfir að geta haldið áfram að skrifa þessa revíu sem aldrei verður raunverulega sýnd í heild sinni þar sem lokaþátturinn (dómurinn í málinu) verður aldrei skrifaður, það vita allir. Núna finnst mörgum að komin séu þáttaskil í málið og nýjir sökudólgar fundnir. Það getur vel verið að Styrmir hjá Mogganum hafi sýnt það dæmalausa dómgreindarleysi að hjálpa til að koma þessu máli af stað vegna hefndarhugs Jónínu Ben. í garð Baugsmanna en ég trúi því ekki fyrr en allt liggur á borðinu. Annars er svo sem hægt að segja manni allt í þessum efnum og það ótrúlega er oft satt. Baugsmenn hafa að sjálfsögðu alltaf vitað eitthvað, en geymt það þar til núna, en látið leka örlítið út til valina persóna í revíunni. Það er langt síðan menn fóru að tala um að áhrifamenn í sjálfstæðisflokknum stæðu á bak við þennan málatilbúnað allan, ef síðustu fréttir eru réttar þá hafa Baugsmenn haft rétt fyrir sér og Davíð er kominn í mjög vont mál, nema hann þegi þunnu hljóði um þetta allt, neyti að tjá sig, eins og hann hefur oft gert og komist upp með, að mínu mati vegna þess hvað stóru fjölmiðlarnir Mogginn og RÚV eru tengd þessum spillta flokki hans. Davíð þarf ekki að kvíða neinu, hann er búinn að koma sér vel fyrir og hækka bæði eftirlaunin sín og nú síðast bankastjóralaunin í seðlabankanum sér til handa. Eins og spaugstofumenn sögðu í gær “heppinn” hann Davíð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli