19 október 2005

Wilma fellibylur

Nú er hún Wilma (fellibylur) að sækja í sig veðrið og ætlar að byrja á Kúbu, rústa þar öllu hjá því fátæka fólki sem þar býr, en engar fréttir eru af hækkun á sykri, síðan ætlar hún að vippa sér yfir til hennar ríku Ameríku eða inn á Mexikóflóann til olíusvæðanna sem þegar hefur hækkað olíuverð í heiminum og til Flórída og skemma þar ferðamannaiðnaðinn og appelsínuframleiðsluna og hefur appelsínusafi þegar hækkað á heimsmarkaði.
Ég segi nú ekki annað en það, mikill er andskotinn, 12. fellibylurinn að hrekkja menn á þessum slóum á þessu ári, hvílíkt og annað eins. Það er sjálfsagt ekki mikið við þessu að gera. En ég hef áhyggjur af geðheilsu Búss, því hann virðist ekki þola mótlæti og vill alltaf sprengja eitthvað í tætlur ef á móti blæs og sér djöfla í hverju horni (hann er strangtrúaður eins og menn vita) og finnur æfinlega blóraböggla einhverstaðar sem má sprengja td. í Írak og Aganistan.
Það hefur aldrei verið reynt að sprengja fellibyl, er ekki kominn tími á að prófa það? Það yrði gaman, við gætum stutt Búss í því af því að við erum svo mikið í staðfasta liðinu og við gætum sent honum sérsveitarmenn til að stjórna aðgerðum (að sjálfsögðu óvopnaða bara með pínulitla hríðskotarifla til sjálfsvarna) þetta gæti tekist og ruglað fellibylinn þannig að hann breytti um stefnu og færi aftur til Kúbu, sem gerir ekkert til, þeir eru hvort sem er svo blankir að þeir tapa engu, því þeir eiga ekkert til að tapa, enda eru tjónatölur frá þessum fátæku löndum ekki í hávegum hafðar, og sannarlega ekkert sem tapast, kannski nokkur mannslíf, so what?. Það er annað hjá þjóð eins og okkar “upp til lítanlega”Guðs eigin landi þar sem þúsundir milljarða dollara tapast við hvern fellibyl, sem er þúsund sinnum meira en allir íbúar Kúbu eiga til samans. Svona er lífið

06 október 2005

12 milljónir fyrir kjaftbrúk og sannleiksást

Nú það svart, Hólmsteinninn kominn í vond mál varðandi munnbrúk útí og við fyrrverandi fjölmiðlakóng Íslands, Kjarri íhaldsframkvæmdarstjóri búinn að kaupa húsið hans Hólmsteins, ekki vegna þess að hann sé að stinga einhverju undan nei, nei bara til að borga sektir og málskostnað eða þannig? Nei gott fólk stundum þarf maður að gjalda fyrir kjaftinn á sér og er betra að “hold kjæft og sing med” eins og sagt var þegar við vorum undir dönum. En ef ég lendi í að segja eitthvað um einhvern, myndi þá Kjarri Íhaldsstjóri kaupa allt ruslið af mér svo ég geti haldið áfram að brúka munn við mér ríkari menn, ögra þeim til málaferla og bara gert mig gjaldþrota svo ekkert verði af mér tekið, leigja síðan hússkriflið að Kjarra eins og Hólmsteinninn gerir.
Í einlægni sagt þá er kominn tími til að hætta að skrifa í bloggið, það gæti sært einhvern sem á meiri peninga en ég (þó þeir séu fáir) og komið þeim í þá stöðu að þurfa að krefjast bóta fyrir, ekki að þeir vilji það. Þetta hefur Hólmsteinninn upplifað, enda maður sem hefur sagt allt sem honum dettur í hug um allt og alla en það sem gerði málið alvarlegt var að hann vogaði sér að snara “ofsóknum” yfir á ensku (sem báðir málsaðilar kunna skilst mér) sem er vítavert og þess vegna fékk hann yfir sig breska dómstóla sem eru alvöru, ég meina það, 12 milljónin fyrir að segja að einhver hafi kannski salt dóp í barnæsku, kræst!!

04 október 2005

Detti mér nú allar dauðat lýs úr höfði.

Ég var að tala við mann (52 ára) í dag sem er “innvígður og innmúraður” sjálfstæðismaður eins og einn maður getur verið, hann hafur smalað í kosningum fyrir flokkinn og mætt á fundi hjá honum og alltaf leitað til flokksins ef eitthvað hefur bjátað á, en nú segir þessi vinur minn “þetta kommúnistaþjóðfélag” er alveg vonlaust. Af hverju sagði hann þetta, jú það var vegna þess að fyrir fáum vikum fékk hann alvarlegt tilfelli kransæðastíflu og er óvinnufær (reykti í 40 ár og drakk eins og svampur í 20 ár). Hann segir að maður eins og hann sem hafi unnið allt sitt líf hörðum höndum og skuldar skítnar 12 milljónir getur ekki lifað af bótunum sem hann fær í dag ef ekki kæmi til tímabundin greiðsla úr sjúkrasjóði VR, sem þíðir að hann verður að fara að vinna um leið of slöngurnar eru af tengdar honum .
Þegar hingað var komið í sögu, “duttu mér allar dauðar lýs úr höfði” , það get ég svarið, hann þessi “íhaldskurfur” farinn að tala um kommúnistaþjóðfélag þá er fokið í flest skjól og best að koma sér úr landi, eða hvað, ég fór að hugsa ætli hann kjósi nú ekki sinn gamla flokk eins og í síðustu ótal kosningum þegar upp er staðið því þannig erum við vitgrannt fólk hér á landi, en bölvum öllu sem gert er, en við getum haft áhrif þó ég viti ekki hvernig, í þjóðfélagi sem er stýrt af fólki sem samþykkir allt sem forsætisráðherra segir, svona er lífið:-(

02 október 2005

"Torfæruhjólafóbía"

Nú er ein helgin enn að líða án stór áfalla. Vikan var óvenju róleg og afslöppuð sem gæti þýtt lognið á undan storminum. Ég var þó að skrifast á við einn blaðamann Moggans vegna greinar um landspjöll sem framin voru í dal einum á suðurnesjum, þar hélt blaðamaðurinn því fram að þar hefðu verið “torfæruhjól” að verki og má það vel vera, en mér sýndist á myndinni sem fylgdi greininni að um bílför væri að ræða sem svo þessir hjólamenn hefðu verið að keyra í, en hann hélt sig við hjólin. En athugasemd mín var ekki varðand hvaða faratæki hefði skemmt náttúruna heldur hvernig menn setja fram greinar um gróðurskemmdir. Ef á myndinni sem fylgdi greininni hefðu verið hestamenn á fákum sínum rekandi kindur á undan sér hefði staðið undir myndinni “Hestamenn á ferð í Íslenskri náttúru” og ekki orð um skemmdir, en staðreyndin er hinsvegar sú að skemmdir á náttúrunni af völdum hesta og kinda er mestar gegn um tíðina, síðar koma bílar og gera slóða um allt land til að komast á áfangastað, en stóru skemmdirnar eru af völdu stórvirkra vinnuvéla sem menn hafa notað við virkjanaframkvæmdir og línulagningar. Skemmdir vegna torfæruhjóla eru örugglega einhverjar, en mjög smávægilegar miðað við það sem á undan er talið en umræðan snýst um að hjól skemmi svo mikið að banna þurfi þau og það strax og við því hafa heimskir ráðherrar (frú umhverfisráðherra) orðið við því án þess að kynna sér um hvað málið snýst.
Ég keyrði um Mosfellsheiðina á fjórhjólinu mínu í sumar hvers og kruss og alltaf á vegslóðum sem eru þarna um allt eftir bíla og vinnuvélar, þarna eru a.m.k. tveir gamlir Þinvallavegir, fjórir eða fimm línuvegir með alskinns útúrdúrum og svo eru slóðar eftir smalabílana (veiðmenn kannski líka), hestaslóði frá því á 15. öld a.m.k. og þannig mætti áfram telja, en ég sá hvergi slóða eftir þessi margumræddu “torfæruhjól” en sá för eftir slík hjól á slóðunum sem fyrir eru og finns það hljóti að vera í lagi eða hvað?
Slóði eftir bíl eða vinnuvél er tvö hjólför hlið við hlið, eftir hesta, kindur og hjól eitt far sem hlykkjast um landsvæðið og er mis breiður slóði, milli steina og þúfna, þetta vita reyndar allir nema ráðherrar. Síðast nefndu slóðana fann ég bara einn sem greinilega var hestavegur og mikið notaður og liggur þvert yfir heiðina frá Hafravatni yfir í Skálafellsháls hjá Bugðu, en þeir kunna að vera fleiri. Logi