09 nóvember 2011

Lífeyrissjóðaumræðan í tísku núna.

Lífeyrissjóðirnir (LS) eru nú til umræðu og eru ekki allir á eitt sáttir hvað þá verðar. Sumir vilja leggja þá niður en aðrir halda því fram að þeir séu lífæð launafólks, hvorugt er rétt að mínu mati. Fásinna væri að legga kerfið niður en það mætti eflaust laga það eitthvað en vandinn er, að ekki er hægt að tala um það, því ef einhver dirfist að vekja máls á til dæmis að skoða hvernig því var stjórnað fyrir og í hruninu eða hve óheyrilega dýrt það sé í rekstri, umhverfast einhverjir sjálfskipaðir varðhundar þessa kerfis og tala um vanþekkingu, líðskrum og illar hvatir og undantekninga lítið eru það verkalýðsforkólfar sem hafa sig í frami. En staðreyndin er sú að lang flestir sem ég hitti og ræða lífeyrissjóðina við mig segjast ekki hafa þekkingu á þeim, það kann ekki góðri lukku að stýra og svo sér maður fólk rífast um þetta kerfi á bloggsíðum og er þá eins og menn séu að tala um sitt hvorn hlutinn svo ólíkar eru skoðanir manna.Þetta er ábyggilega flókið kerfi sem fáir skilja en margir tjá sig um.

Það er ekki þannig að menn fái alltaf lifibrauð úr sjóðunum á efri árum, það þekki ég og dæmin sem oftast eru notuð eru til að sanna ágæti sjóðanna eru ekki endilega raunveruleg heldur sýnist mér þau vera dæmi um mann sem greiðir í sjóðinn í 40 ár og hafði svo og svo háar tekjur einnig er miðað við að sjóðurinn sé verðtryggður með 3,5% raunávöxtun. Ég hef sjálfur greitt í sjóðina síðan þeir voru fundnir upp, fyrst fékk maður sparimerki í launaumslagið sem maður límdi í bækur og fór með í bankann til að hann gæti rænt þeim af manni, því aldrei sá ég tangur né tetur að þeim aurum enda örugglega lítilsvirði, síðar var þetta lagt beint á reikning í bankanum og hét þá skyldusparnaður eða eitthvað í þá áttina, var dregin af launum manns 15% að mig minnir og gat nýst manni til íbúðarkaupa seinna og þannig var það í mínu tilfelli og munaði verulega um þá peninga sem útborgun en hvað um það í dag fæ ég stundum, ekki á hverju ári, yfirlit yfir uppsöfnuð lífeyrisréttindi og eru þau ekkert í samræmi við það sem áðurnefnd dæmi eiga að sýna, langt frá því.

Ég mun fljótlega ná þeim aldri að kallast ellilífeyrisþegi (67 ára) ekki hlakka ég til þess að lifa á þeirri hungurlús sem Tryggingastofnun og lífeyrissjóðirnir munu skammta manni, það segi ég satt. Ég er ekki hálaunaður í dag en þó sýnist mér að mikill niðurskurður verði að eiga sér stað í lifistandard og þó ekki sé úr háum söðli að detta í því efni. Það er ömurlegt til þess að vita að fjöldi fólks er jafnvel verr staddur en ég, það veit ég fyrir víst.

Vonandi kemst lífeyrissjóða umræðan á hærra plan en hún hefur verið þar sem þöggun hefur ríkt og varðhundar hafa gelt sig hása yfir umræðunni sem hefur varla verið umræða finnst mér, heldur nöldur yfir því hve lítið mann fá út úr sjóðunum þegar að því kemur og svo hitt að maður eigi að fá miklu meira en raunin er, sýnt með rugl dæmum.



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta lífeyrissjóðakerfi er nú meira ruglið.
MS