Gleðilegt nýtt ár!!
2011 var ár hinna miklu sviptinga í pólitík, sérstaklega
rétt áður en það leið undir lok. Þá var settur af eini ráðherrann sem stóð við
það sem hann sagði fyrir kosningar, það er tímana tákn. Reyndar hef ég oft
orðið fyrir því að vera kallaður öllum illum nöfnum, einungis vegna þess að
halda mig við skoðanir mínar. Allt of margir breyta um kúrs í tíma og ótíma og
kalla það að fylgja tímanum, ekki sé allt eins og það var í fyrra eða árið þar
áður. Hinn ráðherrann sem settur var af mátti missa sig, enda farinn að reyna
að koma því inn hjá þjóðinni að selja ætti bankanna og orkufyrirtækin
til gömlu fjölskyldnanna, það fer hrollur um mig. Ekki trúi ég því að almenningur eigi fjármuni til hlutabréfakaupa þannig að fyrirhrun bullið er komið í gang "selja í dreifðri eignaraðild í kauphöllinni" þvílíkt bull, þetta verður allt gefið útvöldum, munum við ekki hvernig þetta var á Davíðs tímanum?? Ekkert hefur breyst sömu slagorðin sömu frasarnir sömu pólitíkusarnir.Ég skil ekki af hverju þjóðin má ekki eiga góð og gróðavænleg fyrirtæki og fá arð af þeim til að lækka skatta td.
Mér finnst ekkert nútímalegt við að ganga í ESB, miklu frekar
svolítið gamaldags að læsa þjóðina sem nýlega hefur fengið sjálfstæði inn í
bandalagi gamalla nýlendudrottnara, sem meðal annars drottnuðu yfir okkur, það er hreinlega gamaldags að mínu mati. Mér
er ómögulegt að sjá ávinninginn af inngöngunni. Við munum færa yfirráð yfir auðlindum okkar til Brussel nákvæmlega eins og við höfum fært meira og minna allt löggjafarvald þangað, allar þær reglugerðir og lög sem sturtast hafa yfir okkur í þúsundavís á síðustu misserum hljóta að gilda um auðlindirnar eins og allt annað hér í landinu hvað sem Kratar segja um sérsamninga um auðlindirnar við báknið, það hefur aldrei tekist að gera slíka samninga.
Það sem knýr kratana áfram í þessu máli er einhver óskiljanlegur hvati til að vera á öndverðum meið við íhaldið sem berst fyrir því að halda völdum þ.e. halda gömlu fjölskyldunum útvöldu sem fengu á silfurfati fjármuni hermangsins í áratugi einnig stríðsgráðann og „Marshalhjálpina“ sem var reynda mútur til að „kommahreinsa“ samfélagið fyrir kanann, sérstaklega opinberar stofnanir. Þessar mútur runnu beint í vasa útvöldu fjölskyldnanna sem enn eru við völd og eiga stóran hluta allra eigna á Íslandi í dag. Má vera að kratarnir séu gramir íhaldinu fyrir að leyfa þeim ekki að orna sér betur við kjörkatlana með Framsóknarmönnum og þeim sjálfum. Þó verður aldrei skafið af þessum þremur flokkum að þeir stunduðu hermangið af mikilli áfergju þó í misjafnlega miklum mæli, hver um sig.
Það er farið að molna verulega undan Forsætisráðherranum og sýnist mér að mjög styttist í að Jóhanna taki pokann sinn með góðu eða illu. Hún mun hrökklast úr embætti fyrir vorið sýnist mér og verður henni skipt út fyrir hægri krata, á borð við Árna Páli eða Katrínu Júl. sem vilja selja auðlindir, orkufyrirtæki og banka svo við aumingjarnir fáum ekki að njóta ávinningsins af þessum eignum okkar í framtíðinni, sem við björguðum úr úr hræjum gömlu bankanna fyrir fáum misserum en eru nú um þessar mundir loksins að skila arði en þá skal færa vildarvinum þessi verðmæti, sér fólk ekki hverslags glapræði það er??
Það sem knýr kratana áfram í þessu máli er einhver óskiljanlegur hvati til að vera á öndverðum meið við íhaldið sem berst fyrir því að halda völdum þ.e. halda gömlu fjölskyldunum útvöldu sem fengu á silfurfati fjármuni hermangsins í áratugi einnig stríðsgráðann og „Marshalhjálpina“ sem var reynda mútur til að „kommahreinsa“ samfélagið fyrir kanann, sérstaklega opinberar stofnanir. Þessar mútur runnu beint í vasa útvöldu fjölskyldnanna sem enn eru við völd og eiga stóran hluta allra eigna á Íslandi í dag. Má vera að kratarnir séu gramir íhaldinu fyrir að leyfa þeim ekki að orna sér betur við kjörkatlana með Framsóknarmönnum og þeim sjálfum. Þó verður aldrei skafið af þessum þremur flokkum að þeir stunduðu hermangið af mikilli áfergju þó í misjafnlega miklum mæli, hver um sig.
Það er farið að molna verulega undan Forsætisráðherranum og sýnist mér að mjög styttist í að Jóhanna taki pokann sinn með góðu eða illu. Hún mun hrökklast úr embætti fyrir vorið sýnist mér og verður henni skipt út fyrir hægri krata, á borð við Árna Páli eða Katrínu Júl. sem vilja selja auðlindir, orkufyrirtæki og banka svo við aumingjarnir fáum ekki að njóta ávinningsins af þessum eignum okkar í framtíðinni, sem við björguðum úr úr hræjum gömlu bankanna fyrir fáum misserum en eru nú um þessar mundir loksins að skila arði en þá skal færa vildarvinum þessi verðmæti, sér fólk ekki hverslags glapræði það er??
Ekki gat Forsetinn komið því út úr sér hvað hann hygðist
fyrir, heldur bullaði hann út og suður um ekki neitt, hann var ekki alveg svona ruglingslegur þegar hann klappaði fyrir víkingunum. Ég ætla rétt að vona að
þjóðin fari nú ekki að hvetja þennan gamlingja til að halda áfram að mæra útrásarvíkingana
og þamba með þeim gullbætt vín. Við þurfum allt aðra manngerð í embættið. Tek það fram að ég kaus hann í upphafi og síðan ekki söguna meir. Það
má vera að við Forsetinn séum á sömu skoðun hvað varðar inngöngu í ESB en það
nægir mér ekki til að halda honum í embætti áfram og svo gæti hann líka skipt
um skoðun í því máli eins og hendi sé veifað ef það passar vinsældarróum hans
sem hann eltir eins og unglingsstrákur
spottann á sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli