07 janúar 2012

Ræningjalýðurinn að komast til valda.




Maður er að verða svolítið hugsi yfir stjórn landsins svo ekki sé nú meira sagt það virðist elta þetta vesalings fólk sem þar kemur að málum mikil ógæfa, ótrúleg vandræði kom upp nánast í öllum málum sem á þeirra borð koma. ESB kjaftæðið heltekur þennan lánlausa hóp sem ekki kemur sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er hann orðinn svo tvístraður að engum heilvita manni dettur í hug að þetta endi öðruvísi en með sprengingu ef það er þá nokkurt púður eftir í sprengingu. 

Eina leiðin er að hætta þessu ESB umsóknar rugli og klára önnur mál sem eru þessari þjóð nauðsynlegri eins og fiskveiðilöggjöfin sem lánlausi hópurinn lofaði að taka til endurskoðunar en hefur ekki staðið við. Það verður aldrei samþykkt af þjóðinni að ganga í ESB það ætti öllum að vera ljóst. Þetta umsóknar ferli svokallaða er langdýrasta kosningaloforð sem nokkur stjórn hefur þvælt gegnum alþingi og er okkur til stórskammar að halda áfram með, þetta mun skaða okkur mikið í framtíðinni það er alveg ljóst í mínum huga. Fyrir svo utan það að lánlausihópurinn er að færa hrunverjum völdin á silfurfati svo þeir geti haldið áfram þar sem frá var horfið, að ræna okkur og nú munu þeir taka lífeyrissjóðina okkar traustataki í einum pakka því þeim gleymdu þeir í fyrra æðiskastinu þegar þeir tóku bankana, seðlabankann, sparisjóðina, tryggingafélögin og öll önnur fjármálafyrirtæki og hreinsuðu út allt fémætt en þar eru bara skuldir í dag. Í lífeyrissjóðunum er obbinn af öllu fémætu í þessu landi um þessar mundir og því munu þeir liggja vel við höggi þegar ræningjarnir láta vaða  og hrifsa sjóðina til sín.

Ótrúlegt er hvað þessi þjóð okkar lætur sig miklu skipta hvort Forsetinn gefi kost á sér til endurkjörs eða ekki. Mér finnst ekki skipta nokkru máli hvort hann verður áfram eða ekki, þetta er bara mont embætti sem engu skilar enda forsetaembættið ábyrgðarlaust og sama hvað hann gerir, hann ber enga ábyrgð þó svo hann valdi þjóðinni stór tjóni með embættisfærslu sinni, við sitjum uppi með þennan fáránleika. Forsetinn passar svo sem vel með hrunalýðnum næsta kjörtímabil og verður þá allt eins og það var "í þá gömlu góðu daga" þegar menn átu gull við trúarathafnir sínar sem þeir flugu til í einkaþotum um heim allan.
 

Engin ummæli: