Það er undarleg afstaða íhaldsmanna að kalla alla sem ekki eru innmúraðir í Sjálftökuflokkinn baugspenna aða að þeir séu í baugsklíkunni og hljóti þess vegna að vera verri en innmúraðir íhaldskurfar eða eðalættaðir skúrkar og sjálftökuliðið. Fyrrverandi Dómsmálaráðherra skrifa á síðu sína um „baugsklíkuna“ en klíkan mun innihalda þá sem skrifa á móti Landsdómi, móti því að dómurinn fái að klára starf sitt sem honum var falið, að reyna að ná fram því að ráðherrar axli ábyrgð á gjörðum sínum. Reyndar er formaður klíkunnar búinn að stefna ráðherranum fyrrverandi fyrir róg eða eitthvað slíkt, en hann skrifaðu heila bók um baugsklíkuna, fulla af rangfærslum skilst mér, hef ekki lesið hana.
Þessum mönnum er slétt sama um og fólkið sem daglega er fyrir rétti vegna minnstu yfirsjóna en hefur ekki hrun heillar þjóðar á samviskunni, það má fara fyrir dómstólana án afskipta elítunnar á Alþingi.
Það virðist gjósa upp einhverskonar samheldni á Alþingi á stundum sem þessum og þingmenn túlka sem neyðarstund og þeim beri að afstýra því með öllum ráðum að félagi þeirra verði skoðaður aðeins. Þetta sama heilkenni kemur líka upp á yfirborðið þegar launamál þingmanna eru til umfjöllunar, þá verður þessi samheldni mjög virk og ræður fluttar um hve þingmannsstarfið sé ábyrgðar mikið og þingmenn eigi allan rétt á að fá hærri laun en aðrir og hærri lífeyri líka og styttri starfsaldur það sem þetta er mjög erfitt starf þó svo þingmenn fái bæði löng sumar og vetrarfrí eins og leikskólabörn í yngstu aldurshópum, eru núna í leyfi vegna "kjördæmaviku" aldrei verð ég var við þingmenn á mínum slóðum í "kjördæmavikunni".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli