06 febrúar 2012

Oflátungar og illþýði á alþingi?

Stundum er það sagt að þverskurður þjóðarinnar sé á Alþingi. Þetta er ótrúleg einföldun og skrumskæling. Ég sé ekkert sameiginlegt með þjóðinni eins og ég þekki hana og þeim oflátungum og frekjuhundum sem þar sitja, þetta fólk er í því að skammta sjálfu sér betri lífskjör en við venjulegt fólk höfum og gefur skít í vinnuna sína, er bara að gæta sessunautarins á þingi, gæta þess að hann þurfi aldrei að standa fyrir neinu sem hann gerir (af sér) eða gerir ekki. Það er svolítið broslegt að heyra rök þessara bjána fyrir því að koma vinnufélögum og vinum til hjálpar."ég gerði mistök þegar ég vildi (óvart) láta vin minn sæta ábyrgð á því sem hann gerði þjóðinni, það var rangt af mér“, snökt. Staðreyndin er sú að Ögmundur, Guðfríður Lilja, Atli Gísla og fleiri spjátrungar eru þarna einungis til að vekja athygli á sjálfum sér enda að stofna nýja flokka og hindra að nokkurt einast mál nái fram að ganga hjá núverandi stjórnarflokkum og alveg sérstaklega ef það  snýst um að breyta einhverju í þessu landi til betri vegar, fá úr því skorið hvort ráðherrar beri einhvern tímann ábyrgð á því sem hann/hún aðhafast í starfi. Þeir kalla alla sem skrifa og tala ekki eins og þeir "baugsklíku/baugspenna" en í klíkunni eru td. menn eins og Hallgrímur Helgason sem vogaði sér að skrifa í helgarblað DV á dögunum um vörn Bjarna Ben vegna Landsdómsmálsins, hugsið ykkur framhleypnina hjá þessum "klíkumönnum" ráðast á sjálfan formann Sjálfgræðisflokksins og dylgja um Vafning og segja hann um hálsinn á formanninum, Guð hjálpi þessum mönnum. Formaðurinn þurfti að skrifa langa varnar grein í málgagn flokksins, Moggann, sér til varnar, eyða dýrmætum tíma sínum í að "leiðrétta" grein klíkumannsins og síðan spratt fram fjöldi undirsáta formannsins og skrifuðu líka og hældu grein formannsins í hástert (það er nauðsynlegt til að fá að vera áfram í liðinu). Og svo segja þessir klíkumenn að sjálfur guðinn þeirra, Davíð Oddson sé "pólitískur hryðjuverkamaður" að hugsa sér.

Engin ummæli: