Mikil umræða er nú í gangi um lífeyrissjóðina okkar og margir til kvaddir og misgáfulegir. Eitt les ég þó út úr þessari umræðu, menn skiptast aðallega í tvo hópa það eru þeir sem vilja að óbreytt ástand í verðtrygginga málum annarsvegar og svo hins vegar þeir sem vilja verðtrygginguna burtu og að sjóðirnir gefi skuldurum eftir hluta af eða allar verðbæturnar frá hruni og lækki skuldir sjóðfélagana sem því nemur. Auðvelt er að vera sammála báðum hópum og skilja afstöðu þeirra beggja.
Vitringarnir sem telja sig þá einum réttbæru til að fjalla um sjóðina (sáust í Silfrinu í gær 12.2. 2012) Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra var óðamála í þættinum og spurði spurninga sem hann svo leyfði engum að svara, var með frammígrip og þess háttar dónaskap eins og alþingismenn stunda oft og er þeim til stór skammar sem það stunda. Þarna var einnig Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins hann telur sig vita allt um lífeyrissjóði og kallar alla umræðu sem ekki er að hans skapi lýðskrum, dylgjur, árásir og alslags stóryrðum í þeim dúr.
Það sem vantaði í þessa umræðu er að þessir menn virtust taka málstað lánadrottnanna, menn töluðu um að skuldarinn hefði fengið lán og bæri að greiða það upp í topp hvað sem liði getu hans til að greiða. Engin virtist gera sér grein fyrir að ef skuldarinn með sitt yfirveðsetta hús gefst upp og fer í þrot, verður sjóðurinn að færa niður skuldina til að geta selt húsið aftur. Þá stenst ekki dæmið hans Sighvats um manninn sem fekk 1.000.000 kr lánaðar og verðbæturnar frá hruni væru 40% og því verði hann að greiða til baka 1.400.000 kr hvort sem hann getur eða ekki og oft hefur verðmæti eignarinnar lækkað líka þannig að eignin er orðin veðsett langt umfram vermæti hennar og þess vegna verður að afskrifa skuldir hvort sem er.
Því fyrr sem fjármálastofnanir og "sérfræðingar" gera sér grein fyrir þessu því betra. Það hlýtir að vera ömurlegt að sjá ekki fram á að eignast nokkur tímann íbúðina eða húsið sem fólk er að greiða af í hverjum mánuði stóran hluta tekna sinna, mig grunar að þeir sem töluðu í Silfrinu hans Egils séu sjálfir komnir fyrir vind með allt sitt og skilja þessvegna ekki skelfingu þeirra sem keyptu eignir á árunum fyrir hrun og standa nú uppi með yfirskuldsettar eignir án þess að hafa gert neitt rangt og þrátt fyrir að hafa upphaflega verið varkárir og aðeins tekið 70% lán til kaupana, eru bara fornarlömb þessa gufuruglaða kerfis sem nákvæmlega þessir umræddu "besservisserar" komu á, sjálfsagt í góðri trú en bjuggu til skrímsli sem þeir geta svo ekki viðurkennt að ráða ekkert við, heldur bulla óðamála í spjallþáttum um að allt fari til andskotans ef skrímslið fær ekki nægju sína.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli