Látum traðka á okkur endalaust, við eru ekkert annað en
fótaþurrkur. Ég hef haldið því fram lengi að ESB er ekki skammstöfun fyrir
góðgerðasamtök eins og sumir halda,nei aldeilis ekki. Nú hefur þetta bandalag
sýnt á sér smettið gagnvart okkur (smáþjóðinni) enn einusinni og Össur
Skarpi heldur því fram að aðildarumsóknin sé þessu óvíðkomandi , þeir séu bara
að hjálpa veikum ESA dómstólnum að berja á okkur í icesave málinu. Hvað er í
hausnum á þessum bjánum, ég hélt að við værum að sækja um inngöngu í það sama
apparat og er nú að koma ónýtum dómstóli til bjargar til að hægt sé að ná fram
fullnaða sigri fyrir ESB í þessu icesave máli.
Það er ljóst að ESB sættir sig ekki við neitt annað en ná af okkur þeim milljörðum sem forseti vor taldi sig hafa sparað okkur með að setja samninga við Breta og Hollendinga þjóðaratkvæðagreiðslur einar tvær. Ég reyndar trúði ekki á að það hjálpaði okkur í þessu máli en var að vona það, nú ætlar þetta fáránlega samband að ráðast á okkur af öllu afli og mun örugglega takast að hnéseta okkur eins og öll þau smáríki sem aðildarlöndin hafa ráðist á gegnum aldirnar.
Það er ljóst að ESB sættir sig ekki við neitt annað en ná af okkur þeim milljörðum sem forseti vor taldi sig hafa sparað okkur með að setja samninga við Breta og Hollendinga þjóðaratkvæðagreiðslur einar tvær. Ég reyndar trúði ekki á að það hjálpaði okkur í þessu máli en var að vona það, nú ætlar þetta fáránlega samband að ráðast á okkur af öllu afli og mun örugglega takast að hnéseta okkur eins og öll þau smáríki sem aðildarlöndin hafa ráðist á gegnum aldirnar.
Það er geggað að verða vitni að réttlætingu jáliðsins á
framferðis ESB í þessu máli, „sko ESB styður við bakið á þjóum innan ESB gegn
þeim sem fyrir utan eru“, trúir einhver því að ESB myndi aðstoða íslendinga
gegn Bretum og Hollendingum í þessu máli ef við værum í ESB? Að sjálfsögðu
ekki, þá væri annað uppi á teningnum ESB aðstoðar ekki ríki í ESB sem eru í
deilum við ríki innan ESB heldur fara málin einfaldlega fyrir dómstóla án
afskipta skrímslisins og sá stóri vinnur alltaf það er þekkt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli