Nú spretta fram skíthræddir lýðskrumarar sem finnst fólkið í
þessu landi ekki tilbúið að afsala sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar til
Brussel og keyra upp hræðsluáróður sinn af miklum krafti en það dugar ekki eins
og þetta er framsett. Lýðskrumararnir tala út og suður, segja að lítil þjóð í
stóru landi geti ekki krafist sömu þjónustu á landsbyggðinni, til dæmis í
vegagerð og öðrum samgöngum svo eru aðrir sem telja að með því að ganga í ESB
muni þetta allt verða eins og best gerist í löndum þar. Til að það geti gerst
þurfum við að fá tuga miljarða styrki en styrkir til landbúnaðarins og
sjávarútvegs eru einmitt það sem þessir sömu skrumarar telja vara algerlega út í
hött og verði að afleggja strax og þá spyr maður er vit í þessu lýðskrumi? Einn
skrumarinn fer á kostum á síðu sinni og telur upp hagvaxtatölur hinna norðrænu
þjóðanna í samanburði við okkur en áttar sig greinilega ekki á því að norðmenn
sem eru með mestan hagvöxt eða 10, eitthvað % eru rétt að komast með tærnar að
hælum okkar fyrir hrun en það hjálpar okkur ekkert, því hagvöxtur er mældur
eftir á en er ekki framtíðar staðreynd sem gerir þjóðir ríkar eða fátækar heldur
er hagvöxtur mæling á því sem var og skiptir engu máli í framtíð, ef svo væri
værum við ríkasta þjóð í heimi en svo er ekki eins og þekkt er. Skrumararnir
munu reyna að telja okkur trú um að ekkert nema ESB muni bjarga okkur en þjóðir
innan ESB þurfa að hafa fyrir lífinu og ekkert dettur niður úr skýjunum þó við
færum þangað inn, nýlenduþjóðir ESB eru ekki frægar fyrir að gefa öðrum af auði
sínum heldur þver öfugt, þær fluttu auð nýlendanna heim til sín, ef minnið
svíkur mig ekki. Mér finnst það bera vott um þann voðalega sjúkdóm sem
Alzheimer er að muna ekki stafkrók að því sem kennt er í sögubókum, ESB er ekki
skammstöfun fyrir góðgerðarsamtök.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli