10 apríl 2012

Já-fólkið lætur gera verðhækkunarsamanburð!


Fólkið sem vill svipta okkur sjálfsákvörðunarrétti, Já-fólk Íslands eins og það kallar sig lét gera könnun á verðhækkunum hér og í ESB löndunum og fannst nú heldur betur geta sannað að ef við hefðum verið í ESB þá værum við í góðum málum?? En þetta þarf að skoða betur. Matarkarfan hækkaði um 32% hér segir í könnunni á móti 5,2 á evrusvæðinu, þetta er svolítið kyndugt þar sem stórhluti matvöru er innfluttur og gjaldalaus/tollfrjáls, en myndi þetta breytast ef við gengjum í ESB það held ég ekki við yrðum þá líka að skipta út kaupmannastéttinni í heild sinni og flytja inn kaupmenn frá Evrópu.  

 Ef við hefðum verið í ESB þegar hrunið reið yfir værum við gjaldþrota sem þjóð, þar sem allir bankar á íslandi fóru á hausinn og ekki betur stödd en gríska þjóðin, það sem bjargaði okkur var að vera ekki í ESB og vera ekki með evru. Það kann að líta þannig út að evran sé einhver allsherjar lausn en ef svo væri, hvers vegna í ósköpunum eru þá þjóðir með evru sem gjaldmiðil á hvínandi hausnum? Staðreyndin er að við erum öfunduð af stöðu okkar í Evrópu, með okkar eigin gjaldmiðil og EES samninginn sem gerir okkur kleyft að standa fyrir utan þetta stóra bandalag. Þá segir já fólkið“ við getum ekki haft áhrif á lagasetninguna sem við verðum að fara eftir“, þetta er rétt að öllu leiti öðru en því að þó við værum inni í ESB, fengjum við 3-4 fulltrúa á Evrópuþinginu sem er mörg hundruð þingsæta ráð sem myndi ekki skila okkur neinu, það myndi ekki heyrast í okkur en í ESB löndunum búa yfir 500 miljónir manna sem hafa mismikinn áhuga á Íslandi, vita varla hvar það er og hafa um nóg að hugsa hvað varðar sitt eigin land. Ég endurtek "ESB er ekki skammstöfun fyrir góðgerðarsamtök"

Engin ummæli: