Vaðlaheiðargöng eru nú í umræðunni og sýnist sitt hverjum,
Kristján Möller segist aukast "gubbupestin" við að heyra til sam
þingmanna sinna og þá náttúrulega þeirra sem ekki vilja að ríkið sé í ábyrgð
fyrir framkvæmdinni en eigendurnir verði einhvert einkahlutafélag sem svo
þjóðnýtir tapið og hirðir gróðann. Hvað þyrfti þessi Kristján Möller að verða
gamall til að sjá hversu galið svona fyrirkomuleg er.
Ef kostnaðaráætlun stenst
og allt er eðlilegt myndu fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir ekki þurfa ríkisábyrgð
á verkinu en svo er ekki kostnaðaráætlanir í þessum verkum fara yfirleitt 50%
framúr áætlunum og þess vegna vilja lánveitendur ríkisábyrgð svo
einfalt er það.
Steingrímur J. og þessi Kristján virðast eingöngu vera að hugsa
um að koma nokkrum búkollum og gröfum í vinnu í kjördæminu því svona framkvæmdir eru ekki
mannfrekar með tilliti til hversu mikið fé fer í þetta. Ég held að ælupestin
hjá mér fari vaxandi þegar ég heyri minnst á þetta fyrirbær, það má vel vera að
þessi göng séu arðbær framkvæmd og þá á ríkið að eiga hana og reka en svo mega
einkahlutafélög líka eiga hana fyrir mér en þá á ríkið ekki að koma nálægt
verkinu.
Fjármálaráðherrann (ráðfrúin)
virðist vera mjög hlynnt þessu rugli og segir það þá sína sögu um hana og
hvernig þetta kjördæmapot virkar bæði Steingrímur og Möllerinn eru úr þessu
kjördæmi og berjast hatramlega fyrir þessu og segir það líka sína sögu um þá
kumpána, ekkert hefur breyst og mun ekki gerast meðan þessir gömlu
kjördæmapotarar eru á þingi. En ég er að verða þreyttur á þessari langloku sem þetta gangna kjaftæði er orðið og minnist þess þegar við sem börn vorum að leika okkur að búa til löng orð sem gæti litið svona út í dag Vaðlaheiðargangnagerðamannaverkstjóralyklakippuhringurinn.